Fella niður tilmæli um grímuskyldu í flugi

Ákvörðunin er tekin í samráði við Sóttvarnastofnun Evrópu.
Ákvörðunin er tekin í samráði við Sóttvarnastofnun Evrópu. AFP/STEPHANE DE SAKUTIN

Evrópusambandið mun í næstu viku fella niður tilmæli um grímuskyldu í flugi og á flugvöllum innan sambandsins, samkvæmt tilkynningu frá Flugöryggismálastofnun Evrópusambandsins (EASA). Er það gert í ljósi þess að faraldurinn er á niðurleið í Evrópu. AFP-fréttastofan greinir frá.

Um er að ræða ákvörðun sem tekin er í samráði við Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC).

Í tilkynningunni segir að fallið verði frá tilmælum um grímuskyldu á flugvöllum og í flugi, en jafnframt er tekið fram að grímunotkun sé besta vörnin gegn útbreiðslu Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert