Fyrsta kórónuveirusmitið staðfest í N-Kóreu

Kim Jong-Un á fundi vegna ástandsins í dag. Eins og …
Kim Jong-Un á fundi vegna ástandsins í dag. Eins og sjá má bera fundarmenn grímur, að undanskildum leiðtoganum sjálfum. AFP

Stjórnvöld í Norður Kóreu staðfestu fyrsta kórónuveirusmitið þar í landi í dag og lýstu yfir „alvarlegu neyðarástandi“. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu tilkynnti strangar sóttvarnareglur á landsvísu í kjölfarið. 

Aldrei áður hafði smit verið staðfest í landinu og ríkisstjórnin hafði sett á stífar reglur á landamærunum síðan í byrjun faraldursins árið 2020. 

En sýni sem tekið var úr manni sem veikur var í Pyongyang, höfuðborg Norður Kóreu, leiddi í ljós að hann var smitaður af BA.2 Ómíkron afbrigði kórónuveirunnar. 

Háfleyg orð um sigur 

Kim Jong-Un og aðrir háttsettir embættismenn í landinu héldu neyðarfund í dag vegna þróunar mála. Tilkynntu þeir að þeir myndu setja í gang „háneyðar faraldursforvarnarkerfi“ (e. maximum emergency epidemic prevention system).

Ekki hefur verið útlistað í hverju harðar sóttvarnatakmarkanir felast. en Kim sagði að markmiðið væri að „uppræta upptök veirunnar“. Þá bætti hann því við að Norður Kórea muni „sigrast á núverandi ástandi.“

mbl.is