Úkraína vill frátekið pláss í ESB

Dmótró Kúleba utanríkisráðherra Úkraínu.
Dmótró Kúleba utanríkisráðherra Úkraínu. AFP

Úkraínsk stjórnvöld vilja að pláss sé frátekið fyrir þjóðina í Evrópusambandinu, jafnvel þó að það geti tekið sinn tíma fyrir Úkraínu að öðlast fulla aðild í sambandinu. 

Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmítró Kúleba, greindi frá þessu þar sem hann var staddur í Berlín, höfuðborg Þýskalands í dag. Þar fundar hann með þýskum stjórnmálaleiðtogum og leiðtogum innan G7 ríkjanna. Kúleba ætlar m.a. að ræða við þá frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásar ríkisins í Úkraínu.

„Við heyrum oft að Úkraína tilheyri Evrópu

„Þetta snýst ekki um sneggstu mögulegu aðild fyrir Úkraínu að Evrópusambandinu. Það er aftur á móti mjög mikilvægt fyrir okkur að þetta pláss verði frátekið fyrir Úkraínu,“ sagði Kúleba í samtali við þýsku sjónvarpsstöðina ARD. 

„Við heyrum oft að Úkraína tilheyri Evrópu, tilheyri evrópsku fjölskyldunni og nú snýst þetta um að taka plássið frá,“ bætti Kúleba við. 

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði við því fyrr í vikunni að það myndi taka „áratugi“ fyrir land eins og Úkraínu að öðlast aðild að Evrópusambandinu. Macron lagði til að stofnað yrði víðtækara evrópskt stjórnmálasamfélag sem gæti þá náð til ríkja eins og Úkraínu eða Bretlands eftir útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert