Biden fundaði með leiðtogum Finnlands og Svíþjóðar

Hér má sjá þá Niinisto og Biden á fundi í …
Hér má sjá þá Niinisto og Biden á fundi í byrjun mars, áður en Finnland var farið að máta sig við NATO. AFP

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, átti fund með þeim Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Sauli Niinisto, forseta Finnlands, um mögulega aðild Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu. 

Niinisto birti færslu á Twitter-reikningi sínum eftir fundinn þar sem hann kvaðst hafa gert grein fyrir næstu skrefum Finnlands er við koma aðild að bandalaginu.

Þá lýsir hann einnig yfir þakklæti í garð Bandaríkjanna fyrir nauðsynlegan stuðning af þeirra hálfu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert