Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, átti fund með þeim Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Sauli Niinisto, forseta Finnlands, um mögulega aðild Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu.
Niinisto birti færslu á Twitter-reikningi sínum eftir fundinn þar sem hann kvaðst hafa gert grein fyrir næstu skrefum Finnlands er við koma aðild að bandalaginu.
Þá lýsir hann einnig yfir þakklæti í garð Bandaríkjanna fyrir nauðsynlegan stuðning af þeirra hálfu.