Erdogan sendir Norðurlandabúum tóninn

Tayyip Erdogan.
Tayyip Erdogan. AFP

Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er ekki hrifinn af hugmyndum Finna og Svía um að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO. 

Erdogan svaraði stuttlega spurningum um hugsanlega aðild Finna og Svía að NATO þegar fjölmiðlafólk færði málið í tal við forsetann í dag að lokinni bænastund. 

„Þetta er ekki jákvætt í okkar augum. Ríkin í Skandinavíu hafa verið eins og gistiheimili fyrir hryðjuverkasamtök,“ sagði Erdogan og sagði ríki í Skandinavíu skjóta skjólshúsi yfir kúrdíska skæruliða. 

mbl.is