Rússar „leiti hefnda“

Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov.
Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov. AFP/Russian Foreign Ministry

Rússar segjast þurfa að „leita hefnda“ vegna áætlana Finna um að ganga í NATO.

Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Sauli Ni­inistö, for­seta Finn­lands, og Sönnu Mar­inar, for­sæt­is­ráðherra lands­ins, sagði að sækja þyrfti um aðild að Atlantshafsbandalaginu án tafar. Finnland deilir 1.300 kílómetra landamærum við Rússland.

BBC hefur eftir yfirlýsingu frá yfirvöldum í Kreml að ákvörðun Finna sé lýst sem róttækum breytingum í utanríkisstefnu landsins.

„Innganga Finnlands í NATO mun valda tvíhliða samskiptum á milli Rússlands og Finnlands alvarlegum skaða sem og á viðhaldi á stöðugleika og öryggi á Norður-Evrópu svæðinu,“ segir í yfirlýsingunni.

„Rússland neyðist til að leita hefnda, bæði á hernaðarlegu og á tæknilegu sviði og á annan hátt, til þess að eyða þeirri þjóðaröryggisógn sem rís út af þessu.“

Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar út um hvers eðlis aðgerðirnar Rússa gætu orðið.

mbl.is