Twitter-kaup Musk í biðstöðu

Elon Musk.
Elon Musk. AFP

Milljarðamæringurinn Elon Musk segir að kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter séu í bið á meðan kannað er hversu margir falskir reikningar eru þar í umferð.

Þetta kemur fram í færslu Musk á Twitter.

Musk vísar í frétt frá 2. maí þar sem fram kemur að áætlað sé að slíkir reikningar séu um 5% af notendum samfélagsmiðilsins.

Í kjölfar yfirlýsingar Musk hafa virði hlutabréfa Twitter lækkað um 18%. Musk hefur sagt það eina sína helstu áherslu að útrýma fölskum reikningum á Twitter.

mbl.is