Alls 50 látist af völdum „hita“

Kim Jong Un.
Kim Jong Un. AFP

Yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu á sunnudagskvöld um átta dauðsföll vegna „hita“, eftir að hafa nýlega greint frá fyrsta smiti kórónuveirunnar í landinu. 

Þá segja yfirvöld að herinn hafi verið kallaður út vegna vandamála tengdum lyfjabirgðum. 

Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu hefur fyrirskipað hernum að „um leið festa í jafnvægi birgðir af lyfjum í Pyongyang borg með því að nýta heilbrigðisstarfsfólks hersins,“ segir í frétt ríkismiðilsins KCNA. 

Í frétt KCNA kemur fram að alls hafi 50 manns látist og 1.213.550 tilfelli hita verið staðfest. Að minnsta kosti 564.860 fá læknisaðstoð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert