Dauðadómur fyrir landráð

Abdelaziz Bouteflika og Ahmed Gaid Salah.
Abdelaziz Bouteflika og Ahmed Gaid Salah. AFP

Fyrrverandi alsírskur hershöfðingi og náinn vinur fyrrverandi yfirmanns alsírska hersins hefur verið dæmdur til dauða vegna landráðs. 

Guetmit Bounouira, sem var náinn vinur Ahmed Gaid Salah fyrrverandi varnarmálaráðherra sem lést árið 2019, kom fyrir áfrýjunardómstól á þriðjudag þar sem hann var fundinn sekur um landráð með því að hafa m.a. veitt öðrum ríkjum leynilegar upplýsingar og með því skaðað hagsmuni alsírska hersins.

Reglulegir dauðadómar

Dómstólar í Alsír dæma reglulega einstaklinga til dauða, en aftaka hefur ekki farið fram í landinu síðan 1993 og litlar líkur eru að breytingar verði þar á. 

Bounouira, sem starfaði meðal annars sem aðstoðarmaður Gaid Salah, var framseldur frá Tyrklandi árið 2020. 

Gaid Salah lést af völdum hjartaáfalls árið 2019, en hann var náinn bandamaður Abdelaziz Bouteflika forseta sem var steypt af stóli fyrr það sama ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert