Mengun olli 9 milljón dauðsföllum 2019

Lancet mengunar- og heilbrigðisráðið, hefur lýst því yfir að ógn …
Lancet mengunar- og heilbrigðisráðið, hefur lýst því yfir að ógn mengunar gagnvart heilsu mannkynsins, sé meiri en ógn sem stafi af stríði, hryðjuverkum, Malaríu, HIV, misnotkun lyfja eða áfengis. AFP

Mengun var valdur níu milljón ótímabærra dauðsfalla árið 2019, að því sem fram kemur fram í nýrri skýrslu Lancent ráðsins. 

Eitrun vegna manngerðar sóunar í andrúmsloftinu, vatni eða jarðvegi hefur sjaldnast slík áhrif að þau séu áþreifanleg samstundis. Aftur á móti veldur hún hjartasjúkdómum, krabbameini, öndunarfærasýkingum, niðurgangi og annars konar alvarlegum veikindum. 

90% dauðsfalla í efnaminni löndum

Lancet mengunar- og heilbrigðisráðið, hefur lýst því yfir að ógn mengunar gagnvart heilsu mannkynsins, sé meiri en ógn sem stafi af stríði, hryðjuverkum, Malaríu, HIV,  misnotkun lyfja eða áfengis. 

Mengun sé ógn við framtíð samfélags manna líkt og við þekkjum það. 

Efnaminni þjóðir eru þær sem koma verst út úr ástandinu, en um níutíu prósent dauðsfalla vegna mengunar má rekja til þeirra. 

Blýeitrun vaxandi vandamál

Þó eru sífellt að koma í ljós sterkari vísbendingar um að mengun berist yfir landamæri með vindum, vatni og í gegnum matvælakeðjuna. 

Blýförgun hefur verið bönnuð í flestum efnameiri ríkjum heims. Blýeitrun er samt vaxandi vandamál í þróunarlöndunum. Hún veldur bæði hjartasjúkdómum og sköddun á heilastarfsemi, sem dregur verulega úr mögulegum vexti hagkerfisins, samkvæmt skýrslunni.

Færa vandamálið en kaupa það svo til baka

Þá er bent á að efnameiri þjóðir hafi dregið úr losun gróðurhúslofttegunda hjá sér með því að færa slíka framleiðslu til þróunarlandanna, svo kaupi þau matvörur þaðan.

Þær matvörur kunni að vera mengaðar vegna vegna mengaðs vatns og jarðvegs í viðkomandi landi. 

Þetta ógni matvælaöryggi í heiminum. Eitraðir málmar sem séu að finnast í ungbarnamat í auknum mæli séu þar sérstakt áhyggjuefni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert