ESB tífaldar vindorkuframleiðslu

Vindmyllugarður mun rísa við strendur landanna þriggja.
Vindmyllugarður mun rísa við strendur landanna þriggja. Ljósmynd/Emelysjosasen

Fjögur ríki í Evrópusambandi hafa ákveðið að tífalda framleiðslu á vindorku með Norðursjávar vindum, fyrir árið 2050, til þess að auka líkurnar á því að markmið um kolefnishlutleysi náist, og til þess að forðast notkun á rússneskum orkugjöfum. 

Ríkin fjögur sem um ræðir eru Þýskaland, Danmörk, Holland og Belgía.

150 gígavött fyrir 2050

Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segir áætlunina miða við að ofangreind ríki komi til með að mæta rúmlega helmingi af heildarþörf á vindorku, til þess að ná markmiðum um kolefnishlutleysi í Evrópusambandinu öllu. 

Þannig er gert ráð fyrir að virkjanirnar skili 150 gígavöttum af rafmagni, hið minnsta, fyrir árið 2050. 

Vindmyllur verða reistar meðfram strandlengju Belgíu, Hollands, Þýskalands og Danmerkur, að því sem fram kemur í frétt ABC-fréttastofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert