Teikning eftir Michaelangelo slegin á 3 milljarða

Teikningin sem um ræðir.
Teikningin sem um ræðir. AFP/Emmanuel Dunand

Nýtt met var slegið þegar teikning eftir ítalska myndlistarmanninn Michaelangelo var seld á uppboði í dag í París fyrir 23 milljónir evra, eða sem nemur 3,2 milljörðum íslenskra króna.

Ítalinn, sem var uppi á 15. og 16. öldinni, er einn frægasti listamaður fyrr og síðar. Er hann meðal annars þekktur fyrir að hafa málað loftið í Sixtínsku kapellunni í Róm, höfuðborg Ítalíu, og fyrir höggmyndirnar Davíð og Píetuna. 

Frá uppboðinu fyrr í dag.
Frá uppboðinu fyrr í dag. AFP/Emmanuel Dunand

Sló 20 ára gamalt met

Teikningin, eða skissan réttara sagt, hefur nýlega verið uppgötvuð og er hún talin vera fyrsta nektarmynd listamannsins. Hún er teiknuð með penna og brúnu bleki, og er af nöktum karlmanni ásamt tveimur öðrum fígúrum sem sjást í bakgrunni.

Þetta mun vera hæsta verð sem fengist hefur fyrir teikningu listamannsins hingað til og slær það met frá árinu 2000 þegar teikning frá honum fór á 9,5 milljónir evra á uppboði í London.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert