Átta nýjar borgir í Bretlandi

Samkeppnin var haldin í tilefni af drottningarafmæli Elísabetar II.
Samkeppnin var haldin í tilefni af drottningarafmæli Elísabetar II. Joe Giddens / POOL / AFP

Átta bæir fengu nafnbótina borgir í tilefni af drottningarafmæli Elísabetar II Bretlandsdrottningar. 

Haldin var samkeppni þar sem fjörutíu bæir sóttu um. Umsækjendur þurftu að sýna fram á að bærinn byggi yfir menningararfleifð og tengslum við krúnuna.

Þetta kemur fram í frétt BBC.

Nýju borgirnar eru eftirfarandi:

  • Milton Keynes á Englandi 
  • Dunfermline í Skotlandi
  • Bangor í Norður Írlandi
  • Wrexham í Wales
  • Stanley í Falklandseyjum
  • Douglas í Mön
  • Colchester á Englandi
  • Doncaster á Englandi

Nú eru borgirnar á meginlandi Bretlands orðnar 76, þar af 55 á Englandi, átta í Skotlandi, sjö í Wales og sex í Norður-Írlandi. 

Tækifæri fyrir íbúa

Þetta var í fyrsta skipti sem bæir á öðrum yfirráðasvæðum Breta gátu tekið þátt í kepnninni sem er haldin á tíu ára fresti. 

Í tilkynningu frá skrifstofum drottningarinnar segir að borgarnafnbótin komi til með að opna á ný tækifæri fyrir íbúa og auka hagvöxt í hinum nýju borgum. 

Því til stuðnings er vísað til þess að í borginni Perth í Skotlandi, sem fékk borgarnafnbótina í síðustu keppni, hafi hagvöxtur aukist um tólf prósent á síðustu tíu árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert