Sakar Rússa um þjóðarmorð

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússar hafi gjöreyðilagt Donbas-héruðin í austurhluta landsins.

Rússar hafa sagt vilja „frelsa“ svæðið undan stjórn Úkraínu en Selenskí segir það nú hreinasta helvíti. Þetta kom fram í ávarpi forsetans í gærkvöldi.

Hann sagði að árásir Rússar í Donbas-héruðum væru stöðugar og að þær gætu ekki haft neina hernaðarlega þýðingu fyrir þá.

„Þetta er glæpsamleg tilraun til að drepa eins marga Úkraínumenn og mögulegt er,“ sagði Selenskí.

„Eyðileggja eins mörg hús og þeir geta. Þetta er það sem verður skilgreint sem þjóðarmorð á úkraínsku þjóðinni,“ sagði Selenskí.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert