Hafa miklar áhyggjur af stöðunni í N-Kóreu

Joe Biden og Yoon Suk-yeol ræða við fjölmiðla í Seoul …
Joe Biden og Yoon Suk-yeol ræða við fjölmiðla í Seoul í Suður-Kóreu. AFP

Bandaríkin og Suður-Kórea hafa lýst yfir áhyggjum af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í Norður-Kóreu og bjóða fram aðstoð sína vegna ástandsins þar.

Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu forseta ríkjanna, Yoon Suk-yeol og Joe Biden, en sá bandaríski sótti Suður-Kóreu heim.

„Báðir leiðtogarnir lýsa yfir áhyggjum af útbreiðslu veirunnar í Norður-Kóreu. Þeir eru tilbúnir að vinna með alþjóðasamfélaginu og aðstoða stjórnvöld í Norður-Kóreu til að ráða niðurlögum veirunnar,“ kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kór­eu, gagn­rýndi fyrir nokkrum dögum viðbrögð emb­ætt­is­manna í land­inu við Covid-19-heims­far­aldr­in­um og skipaði hern­um að aðstoða við að út­deila lyfj­um.

Yfir millj­ón manns hafa veikst í land­inu og eru með „hita“ að sögn stjórn­valda. Þrátt fyr­ir það hef­ur Kim boðað út­göngu­bann á landsvísu til að stemma stigu við út­breiðslunni enda þjóðin óbólu­sett.

mbl.is