Hoppandi ormar vekja ugg í Kaliforníu

Amynthas agrestis heitir ormategundin.
Amynthas agrestis heitir ormategundin. Ljósmynd/Wikipedia.org

Sérstök ormategund vekur nú ugg í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum vegna „gífurlegrar matarlystar“ og getu tegundarinnar til að stökkva um 30 sentímetra upp í loftið. Vísindamenn hafa lýst yfir áhyggjum af þeirri ógn sem ormarnir hafa á vistkerfi skóga ríkisins. 

Ormategundin er þekkt sem asíski stökkormurinn, Alabama hopparinn eða klikkaði snáka ormurinn og hefur sést í Kaliforníu á undan förnum mánuðum.

The Guardian greinir frá því að heimkynni ormsins séu í Austur-Asíu, sérstaklega í Japan og á Kóreuskaganum. Á síðustu árum hefur ormurinn hins vegar flust til Norður-Ameríku með innfluttum gróðri.

Einstaklega virkir og árásagjarnir

Ormarnir verða tæplega þrír sentímetrar að lengd og hafa hvíta rönd um búk sinn sem er dökkur á lit. Þeir eru þó best þekktir fyrir að haga sér undarlega. 

„Þessir ormar eru einstaklega virkir, árásagjarnir og hafa gríðarmikla matarlyst,“ segir í skýrslu matvælastofnunar Kaliforníu (CDFA).

„Eins og nafnið segir til um, þá hoppa þeir og slást um strax og þeir eru meðhöndlaðir. Þeir hegða sér meira eins og snákar í hættu en ormar. Stundum brotna þeir í tvennt og losa sig við annan hlutann þegar þeir eru veiddir.“

Vísindamenn hafa áhyggjur af áhrifum ormanna á vistkerfi skóga en þeir borða fallin lauf og eyðileggja þannig efsta lag jarðlagsins, sem margar plöntur og lífverur eru háðar.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert