Biden sendir stutta kveðju til Kim

Biden er nú á ferð um Asíu.
Biden er nú á ferð um Asíu. AFP

„Halló. Punktur,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti við blaðamenn er þeir spurðu hann hefði eitthvað að segja við Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, en Biden er nú á ferð um Asíu í fyrsta sinn sem forseti.

Biden hef­ur lagt áherslu á styrk­ingu tengsla við lýðræðis­ríki á svæðinu, ekki aðeins Jap­an og Suður-Kór­eu. 

Biden og Yoon Suk-yeol, nýkjörinn forseti Suður-Kóreu, ræddu saman í gær meðal annars um að herða á heræfingum á Kóreuskaga til þess að geta brugðist við mögulegri kjarnorkuárás. 

Biden sagði við fjölmiðla að hann hefði ekki áhyggjur af því að Norður-Kórumenn væru að prófa ný vopn á meðan hann væri á svæðinu. 

Talsmenn Bandaríkjastjórnar hafa ítrekað sagt að þeir séu „búnir undir allt sem Norður-Kórumenn gætu gert“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert