Fundar með Joe Biden

Anthony Albanese, nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu.
Anthony Albanese, nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu. AFP

Ant­hony Al­banese, nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu, heldur á þriðjudag til Tókýó, höfuðborgar Japans, þar sem hann mun funda með þarlendum leiðtogum auk leiðtoga Bandaríkjanna og Indlands.

Þá verður liðinn sólarhringur frá því að hann og ráðuneyti hans taka við embætti í Ástralíu.

Al­banese segir að Ástralir ætli að senda hinum löndunum skýr skilaboð á þriðjudag og að nýjum forsætisráðherra fylgi breyttar áherslur.

„Það verða breytingar, sér í lagi á sviði loftslagsmála,“ sagði Albanese.

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti er á ferð um Asíu og fundar í dag með ráðamönnum í Japan en áður hafði hann funda með forseta Suður-Kóreu.

Bandaríkjaforseti hefur lagt áherslu á styrkingu tengsla við lýðræðisríki á svæðinu, ekki aðeins Japan og Suður-Kóreu. 

mbl.is