Ein mannskæðasta árásin til þessa

Hluti eyðileggingarinnar í Desna.
Hluti eyðileggingarinnar í Desna. AFP/Sergei Supinsky

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir áttatíu og sjö liggja í valnum eftir árás Rússa á herstöð í Desna í síðustu viku. 

Árásin var gerð 17. maí en í dag kom fram hjá Selenskí að þar hefðu fundist áttatíu og sjö lík í rústunum. Er það ein mannskæðasta árásin til þessa frá því innrás Rússa hófst fyrir tæpum þremur mánuðum. 

Desna er um 70 kílómetra norður af höfuðborginni Kænugarði og tilheyrir Chernigiv héraðinu. Áður hafði verið tilkynnt um átta dauðsföll í árásinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert