Munkar blessuðu skjaldbökur í útrýmingarhættu

Hundruð skjaldbaka í mikilli útrýmingarhættu tóku sinn fyrsta sundsprett úti í náttúrunni í ánni Mekong í Kambódíu eftir að hafa verið sleppt lausum af náttúruverndarsamtökunum Wildlife Conservation Society.

Munkar blessuðu þessa litlu skjaldbökutegund, einnig þekkt sem „froskandlits-skjaldbökur“ áður en þeir aðstoðuðu náttúruverndarsinnana og spennt börn við að koma þeim út í grugguga ána.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert