Á að auðvelda mjög samgöngur í London

Borgarstjórinn Sadiq Khan og Boris Johnson forsætisráðherra á rúntinum.
Borgarstjórinn Sadiq Khan og Boris Johnson forsætisráðherra á rúntinum. AFP

„Loksins,“ mátti víða lesa og heyra í enskum fjölmiðlum í morgun eftir að nýtt leiðakerfi var tekið í notkun í lestakerfi borgarinnar. 

Elísabetarlína var opnuð í morgun og var nefnd í höfuðið á drottningunni. Verkið hefur tafist mjög og farið fram úr kostnaðaráætlunum en til stóð að taka línuna í notkun árið 2018. Hefur framkvæmdin því verið gagnrýnd töluvert en á hinn bóginn eru væntingar um að nýja kerfið hafi mikil jákvæð áhrif á samgöngur í borginni. 

Hundruð borgarbúa voru mættir þegar nýja kerfið opnaði kl 6:33 í morgun á hinni kunnu Paddington lestarstöð í miðborginni. 

Elísabet II Bretadrottning heimsótti Paddington stöðina á dögunum til að …
Elísabet II Bretadrottning heimsótti Paddington stöðina á dögunum til að kynna sér nýja leiðakerfið. AFP

Borgarstjórinn Sadiq Khan og forsætisráðherrann Boris Johnson (sem var áður borgarstjóri í London) eru á einu máli um að nýja kerfinu muni fylgja mikil og jákvæð efnahagsleg áhrif þar sem fólki muni eiga auðveldara með að fara inn og út úr höfuðborginni. 

Verkinu er þó alls ekki lokið en einungis ein leið af þremur hefur verið opnuð. Fer hún frá Paddington til Abbey Wood í suðausturhluta borgarinnar. Fara lestar á fimm mínútna fresti frá klukkan 6:30 á morgnana til 23 á kvöldin frá mánudegi til laugardags. Þjónustan verður ekki í boði á sunnudögum fyrst um sinn. Hver lest getur tekið um 1.500 manns og eru hraðskreiðar. 

Í maí á næsta ári stendur til að ljúka framkvæmdum en þá verða fleiri leiðir teknar í gangið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert