Rússar bæta í sóknina í Donbass

Úkraínskir varnarsveitarmenn á ferðinni í Donbas.
Úkraínskir varnarsveitarmenn á ferðinni í Donbas. AFP

Rússneskar hersveitir hafa bætt í sókn sína í við Lugansk í austurhluta Donbass-svæðisins í Úkraínu. Í dag hófst fjórði mánuður átakanna. 

Frá innrás Rússa í lok febrúar hefur stuðningur Vesturlanda hjálpað Úkraínumönnum að halda Rússum frá mörgum svæðum, þar á meðal höfuðborginni Kænugarði, en Rússar einbeita sér nú að Donbass og suðurströnd Úkraínu. 

„Næstu vikur stríðsins verða erfiðar og við verðum að vera meðvituð um það,“ sagði Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, í kvöldávarpi sínu í gærkvöldi. „Erfiðasta staðan núna er í Donbass.“

mbl.is