Skotárásin í Texas: Árásarmaðurinn látinn

Pete Arredondo, lögreglustjóri Uvalde, staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrr í …
Pete Arredondo, lögreglustjóri Uvalde, staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrr í kvöld en gat ekki veitt frekari upplýsingar um líðan eftirlifandi fórnarlamba árásarinnar. Mynd úr safni. ALEX WONG

Hinn 18 ára gamli árásarmaður sem réði að minnsta kosti 15 manns bana í grunnskóla borgarinnar Uvalde í Texas er látinn, að sögn lögreglustjóra borgarinnar.

Þá bendir flest til þess að hann hafi ekki notið aðstoðar neins við árásina. Þessu greina miðlar frá vestanhafs.

Pete Arredondo, lögreglustjóri Uvalde, staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrr í kvöld en gat ekki veitt frekari upplýsingar um líðan eftirlifandi fórnarlamba árásarinnar.

Biden ávarpar þjóðina

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóðina klukkan 20:15 að bandarískum austurstrandartíma, eða um korteri yfir miðnætti að íslenskum tíma. Biden var staddur í Asíu en mun ávarpa þjóðina frá Hvíta húsinu eftir komu sína til Washington.

Honum hefur þegar verið gert viðvart um árásina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert