59 apabólusmit greindust á Spáni í dag

Heilbrigðisráðherra Spánar, Carolina Darias á blaðamannafundi í Madríd.
Heilbrigðisráðherra Spánar, Carolina Darias á blaðamannafundi í Madríd. AFP

59 apabólusmit greindust á Spáni í dag samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðherra Spánar.

Heilbrigðisráðherra Spánar, Carolina Darias, greindi frá því í dag á blaðamannafundi að 59 hefðu greinst smitaðir af apabólu í dag með PCR-prófi en tuttugu af þeim voru staðfestir með sjúkdóminn með erfðamengiskönnun.

Að sögn Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­arinnar (e. World Health Org­an­izati­on eða WHO) voru 250 smit af apa­ból­unni staðfest á sunnu­dag­inn. Þá höfðu sex­tán lönd utan Afr­íku til­kynnt um smit af sjúk­dómn­um. 

Tilkynnti Darias jafnframt að Spánn sæktist nú eftir því að fá bóluefni og lyf til að meðhöndla sjúkdóminn frá Evrópusambandinu til að reyna að stöðva dreifingu sjúkdómsins.

Eins og stendur er engin meðferð gegn sjúkdómnum en sýnt hefur verið að bólusetning gegn bólusótt hefur skilað góðum árangri í 85 prósentum tilvika.

mbl.is