PCR-próf fyrir apabólu tilbúið

PCR-prófun í Kína.
PCR-prófun í Kína. AFP

Roche, lyfjafyrirtæki staðsett í Sviss, tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði þróað PCR-próf sem greinir apabólu í fólki.

Flestir hafa sloppið við að leiða hugann að PCR-prófum í þó nokkra mánuði og kannski fagnað því. Tilkoma apabólunnar gæti þó breytt því ef hún skyldi gera vart við sig hér á landi.

Roche tilkynnti í dag að þróaðar hefðu verið þrjár gerðir af prófum sem verða notuð um allan heim til að greina apabólusmit í fólki.

Roche svissneskt lyfjafyrirtæki.
Roche svissneskt lyfjafyrirtæki. PASCAL LAUENER

„Greiningartól sem þessi eru svo mikilvæg til að bregðast við og stjórna svona faröldrum,“ sagði Thomas Schinecker, yfirmaður greiningardeildar hjá Roche.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. World Health Organization eða WHO) voru 250 smit af apabólunni staðfest á sunnudaginn. Þá höfðu sextán lönd utan Afríku tilkynnt um smit af sjúkdómnum. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði á dögunum að apabólan væri líklega á leið til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert