Ellefu nýburar létust í eldsvoða

Ellefu nýfædd börn létu lífið.
Ellefu nýfædd börn létu lífið. AFP/Seyllou

Ellefu nýfædd börn létust í eldsvoða á spítala í borginni Tivaouane í vesturhluta Senegal á miðvikudaginn.

Borgarstjórinn Demba Diop segir að eldurinn hafi kviknað vegna skammhlaups og breiðst mjög hratt út.

Forseti landsins hefur vottað fjölskyldum barnanna sína dýpstu samúð.
Forseti landsins hefur vottað fjölskyldum barnanna sína dýpstu samúð. AFP/Seyllou

Macky Sall forseti landsins tilkynnti un harmleikinn á Twitter og lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg.

Vottaði hann fjölskyldum látnu nýburanna sína dýpstu samúð.

mbl.is