Ellefu nýfædd börn létust í eldsvoða á spítala í borginni Tivaouane í vesturhluta Senegal á miðvikudaginn.
Borgarstjórinn Demba Diop segir að eldurinn hafi kviknað vegna skammhlaups og breiðst mjög hratt út.
Macky Sall forseti landsins tilkynnti un harmleikinn á Twitter og lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg.
Vottaði hann fjölskyldum látnu nýburanna sína dýpstu samúð.