Rússneskir hermenn færast sífellt nær

Tvær eldri konur myndaðar í Severódónetsk þann 18. maí sl.
Tvær eldri konur myndaðar í Severódónetsk þann 18. maí sl. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt í morgun áfram að ávíta Vesturlönd fyrir að gera ekki nóg til þess að hjálpa Úkraínumönnum að sigra stríðið gegn innrásarher Rússa. Harðir bardagar geisa nú í austurhluta Úkraínu og rússneskir hermenn færast sífellt nær Severódónetsk, mikilvægri iðnaðarborg. 

Selenskí kallaði í morgun eftir „hjálp án takmarkana“ og átti þar sérstaklega við vopnasendingar. 

Fyrir utan borgina Severódónetsk, sem er nú þungamiðjan í endurnýjaðri sókn Rússa á Donbas-svæðinu, voru bardagarnir „mjög erfiðir“, að sögn Sergiy Gaiday, ríkisstjóra Lugansk. Borgin hefur þó ekki verið umkringd enn, sagði Gaiday í myndskeiði á Telegram. 

Hann spáði því að „komandi vika myndi ráða útslitum“ í stríðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert