Salmonellusýking í Kinder súkkulaði

Hundrað og fimmtíu salmonellusýkingar, í kjölfar neyslu Kinder súkkulaðis, voru …
Hundrað og fimmtíu salmonellusýkingar, í kjölfar neyslu Kinder súkkulaðis, voru tilkynntar í níu löndum í Evrópu. AFP

Ríflega þrjú þúsund tonn af súkkulaði frá framleiðandanum Kinder, hafa verið innkölluð vegna salmonellusýkingar.

Hundrað og fimmtíu salmonellusýkingar, í kjölfar neyslu Kinder súkkulaðis, voru tilkynntar í níu löndum í Evrópu.

Áttatíu og níu þeirra voru í Frakklandi, þar sem sýktir neytendur voru börn undir tíu ára aldri.

Starfsfólkið eða hráefnið

Tjón fyrirtækisins vegna þessa hleypur a tugmilljónum evra.

Sía í keri fyrir smjör reyndist sýkt af salmonellu, í verksmiðju í Arlon í Belgíu.

Óvíst er hvort sýkingin stafi frá starfsfólki eða hráefnum, að sögn Nicolas Neykov, forstjóra Ferrero France, eiganda Kinder og Nutella vörumerkjanna.

Verksmiðjan þurfti að loka í kjölfarið og undirgengst nú allsherjarúttekt.

Neykov hefur óskað eftir því að mega hefja framleiðslu að nýju þann þrettánda júní. Hann segir ástandið átakanlegt, enda sé um að ræða stærstu innköllun fyrirtækisins í tuttugu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert