Slys í svissnesku Ölpunum

Frá svissnesku Ölpunum.
Frá svissnesku Ölpunum. AFP

Nokkrir fjallgöngumenn slösuðust í svissnesku Ölpunum að sögn lögreglu. Um það bil 15 fjallgöngumenn voru staddir á fjallinu þegar jökulís sem myndast af sprungum fjallsins losnaði og féll á þá. Ísinn féll úr 3.400 metra hæð á Plateau de Dejeuner.

„Nokkrir fjallgöngumenn urðu fyrir árekstri. Því miður eru fórnarlömb. Aðrir fjallgöngumenn sem voru á staðnum voru fluttir á brott,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar en notast var við sjö þyrlur í björgunaraðgerðina sem og björgunarsérfræðingar voru fengnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert