Tveir létu lífið í Ölpunum

Frá svissnesku Ölpunum.
Frá svissnesku Ölpunum.

Tveir létu lífið í svissnesku Ölpunum eftir að klakaflóð leystist úr læðingi og ruddi yfir sautján manns. Notast var við sjö þyrlur í björgunaraðgerðina og björgunarsérfræðingar voru fengnir til aðstoðar.

Fórnarlömbin voru 40 ára frakki og 65 ára spánverji.

Klakaflóðið hófst í 3.400 metra hæð á Plateau de Dejeuner meðfram Voi du Gardien gönguleiðinni. Lögreglan gaf út yfirlýsingu þar sem þeir vöruðu við ferðum í slíkum hæðum.  „Gullna reglan er að fá að vita að fyrirfram hjá leiðsögumönnum um valda gönguleið og hvort hann sé fær,“ segir lögreglan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert