Vann rúma tvo milljarða

Eurojackpot.
Eurojackpot.

Stálheppinn Þjóðverji vann rúma 2,3 milljarða króna í fyrsta vinning í Eurojackpot í kvöld. Sex unnu annan vinning sem hljóðaði upp á tæpar 56 milljónir á mann, þar af voru þrír Þjóðverjar. 

Heppni Þjóðverjanna hætti ekki og tveir Þjóðverjar til viðbótar unnu rúmar 25 milljónir á mann í þriðja vinning. Þrír aðrir heppnir voru einnig með þriðja vinninginn. 

Tveir voru með fjóra rétta í jókernum og fengu þeir hvor hundrað þúsund í vinning. 

Vinningstölurnar:

8 26 29 41 48 3 5

Jókertölur:

8 4 2 5 0

mbl.is