Apabóla staðfest í Mexíkó

Eitt tilfelli apabólu greindist í Mexíkóborg í dag.
Eitt tilfelli apabólu greindist í Mexíkóborg í dag. AFP

Apabóla greindist í fyrsta sinn svo vitað sé í Mexíkóborg í dag. Fimmtíu ára Bandaríkjamaður greindist með sjúkdóminn og sætir nú læknismeðferð.

Maðurinn er búsettur í New York í Bandaríkjunum en smitaðist að öllum líkindum í Hollandi að sögn Hugo Lopez-Gatell, varaheilbrigðisráðherra Mexíkó. Hann er við góða heilsu að sögn Lopez-Gatell en hann gefur ekki upp upplýsingar um ferðir mannsins og hvort smitið sé útbreiddara.

Þegar greinst í Argentínu

Apabóla hefur þegar greinst í Suður-Ameríku, fyrst í Argentínu á föstudag. Var þar um að ræða tvö tilfelli; annars vegar fjörutíu ára karlmanns sem hafði komið til Argentínu frá Spáni og Spánverja sem ferðaðist frá Buenos Aires.

Ólík­legt er að „stór far­ald­ur“ apa­bólu brjót­ist út hér á landi með „víðtæk­um al­var­leg­um af­leiðing­um“, að sögn sótt­varna­lækn­is. Lík­ur eru þó á að smit ber­ist hingað til lands í ljósi út­breiðslu apa­bólu­smita í Evr­ópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert