Metsala á skotheldum skólatöskum

Skotheldar skólatöskur hafa aldrei verið vinsælli í Bandaríkjunum.
Skotheldar skólatöskur hafa aldrei verið vinsælli í Bandaríkjunum. Ljósmynd fengin á vefnum.

Sala á skotheldum skólatöskum og bakpokum í Bandaríkjunum rauk upp í vikunni eftir skotárásina á grunnskólann í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum þar sem nítján börn létu lífið. Fréttastofa Insider greindi frá þessu. 

Yasir Sheik, framkvæmdarstjóri Guard Dog Security sem selur sjálfsvarnar vörur í Bandaríkjunum eins og piparúða og rafmagnsbyssur, sagði í samtali við fréttastofu Insider að mikil aukning hafi átt sér stað í kaupum á skotheldum skólatöskum.

Að sögn hans er hægt að nota skólatöskunnar sem skjöld ef skotárás verður á skóla.

Skotheldu skólatöskunnar eru seldar víðs vegar um Bandaríkin í búðum sem eru mörgum kunnugar. Þar má nefna Home Depot, Lowe's og Dick's Sporting Goods.

Jókst um 800 prósent

Að sögn Carolina Ballesteros, markaðsstjóra MC Armor sem selur einnig skotheldar skólatöskur – en þar að auki skotheldar kennslutöflur og skotheldar hurðar fyrir kennslustofur, hafa þau einnig orðið var við mikla aukningu í sölu í kjölfar árásarinnar þriðjudaginn. 

Í frétt spænsku fréttastofunnar Marca um málið kom fram að samkvæmt framkvæmdarstjóra Leatherback Gear, Mike De Geus, sem selur skothelda bakpoka hefur sala aukist um 800 prósent eftir skotárásina á grunnskólann í Uvalde.

mbl.is