Risasnekkja sökk niður á hafsbotn

Eldur kviknaði í snekkjunni og sökk hún því næst á …
Eldur kviknaði í snekkjunni og sökk hún því næst á hafsbotn. Ljósmynd/Twitter

Eldur kviknaði í risasnekkju og sökk hún í hafið við höfnina Princess Pier í bænum Torquay í Devon-héraði í Englandi í dag. BBC greinir frá.

Vegfarendur sögðust hafa heyrt sprengjuhvell áður en svartan reyk lagði frá snekkjunni. Lögreglan í Devon segir að enginn hafi slasast svo vitað sé. 

Ekki vitað um upptök eldsins

Fjöldi lögreglumanna var kallaður út og nærliggjandi götur rýmdar. Slökkviliðið náði að ráða niðurlögum eldsins áður en snekkjan sökk. 

Umhverfiseftirlitið segir að um níu tonn af díseli hafi verið í snekkjunni og hefur lögregla beðið íbúa að hafa dyr og glugga lokaða vegna reyks og eiturlofttegunda. Ekki er enn vitað um upptök eldsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert