68 handteknir í París

Svona var stemmingin í París í gær. Real Madrid aðdáendur …
Svona var stemmingin í París í gær. Real Madrid aðdáendur fagna titlinum í gær kvöldi. AFP/Gabriel Bouys

Lögreglan í Frakklandi handtók 68 manns í París í gær fyrir og á meðan á leik Liverpool og Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar stóð. Mikið öngþveiti átti sér stað fyrir leikinn en honum þurfti að fresta um meira en 30 mínútur og voru aðdáendur Liverpool beittir piparúða.

Samkvæmt innanríkisráðuneyti Frakklands voru 68 handteknir og af þeim voru 39 færðir í gæsluvarðhald og gætu átt yfir höfði sér ákæru. 

Samkvæmt UEFA var leiknum seinkað vegna falsaðra miða sem virkuðu ekki við hliðið inn á leikinn. Að sögn upplýsingafulltrúa Liverpool komust miðahafar ekki inn á völlinn vegna lélegra öryggisráðstafana á vellinum. 

Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands sakaði, aðdáendur Liverpool um ofbeldisfulla tilraun til að komast inn á völlinn án miða eða með falsaða miða. 

Andstætt við örtröðina fyrir utan völlinn var góð stemming og ekkert vesen á stuðningsmönnum Liverpool á aðdáandasvæði þeirra í París þar sem um 40 þúsund aðdáendur voru komnir saman til að njóta leiksins samkvæmt tilkynningu frá lögreglu í París.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert