Gera leit í símum aðstoðarmanna dómara

Hæstiréttur Bandaríkjanna.
Hæstiréttur Bandaríkjanna. AFP

Forseti hæstaréttar Bandaríkjanna átti hópfund með aðstoðarmönnum allra dómara við dómstólinn, að því sem fram kemur í frétt CNN. Það liggur þó ekki fyrir hvort hann hafi fundað með þeim einslega.

Til stendur að gera leit í símum allra aðstoðarmannanna til þess að komast til botns í því hver ber ábyrgð á því að gögnum var lekið í fjölmiðla, sem gáfu til kynna að dómarar ætluðu sér að snúa við fordæmi málsins Roe gegn Wade.

Sá dómur hefur um langa hríð legið til grundvallar réttindum kvenna til þess að gangast undir þungunarrof.  

Hræsni ef þeir fá ekki lögmenn

CNN ræddi við ónefndan lögmann sem þekkir til málsins. Hann bendir á að undir eðlilegum kringumstæðum myndu hlutaðeigandi aðilar leita sér utanaðkomandi lögfræðiaðstoðar í málum sem þessum. Honum þætti hræsni af Hæstarétt Bandaríkjanna að koma í veg fyrir að sínir eigin starfsmenn geti nýtt sér slík úrræði.

Afrit af skjölunum, sem láku í fjölmiðla, voru send með rafrænum hætti, prentuð úr og færð hverjum dómara persónulega. Lögfræðingar sem hafa áður sinnt starfi aðstoðarmanns dómara telja að skjölin gætu hafa komið í hendur 75 einstaklinga, eftir hefðbundnum boðleiðum.

Ekkert hefur þó komið fram sem gefur til kynna að það standi til að óska eftir gögnum úr farsímum annarra starfsmanna en aðstoðarmannanna.

mbl.is