Rússar ráði yfir „um 20 prósentum“ af Úkraínu

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti. AFP

Volodimir Selenskí, forseti Úkraínu, segir að rússneskar hersveitir ráði nú yfir um einum fimmta af landinu, þar á meðal Krímskaga og svæðinu í austri sem aðskilnaðarsinnnar, studdir af Rússum, hafa ráðið frá árinu 2014.

„Í dag hafa um 20 prósent af landsvæði okkar verið hernumin,“ sagði Selenskí er hann ávarpaði þingmenn í Lúxemborg.

Á sama tíma hafa Rússar styrkt stöðu sína í austurhluta Donbas-héraða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert