Tengdasonur Íslands heiðraður

Nicholas Groves-Raines hefur hlotið heiðursverðlaun bresku konungsfjölskyldunnar.
Nicholas Groves-Raines hefur hlotið heiðursverðlaun bresku konungsfjölskyldunnar.

Arkitektinn Nicholas Groves-Raines hefur fengið heiðursverðlaun bresku konungsfjölskyldunnar, MBE (Mem­ber of the Or­der of the Brit­ish Empire), fyrir störf sín á sviði byggingarlistar og náttúruverndar víðs vegar um Skotland, að því er kemur fram í tilkynningu

Groves-Raines er sannkallaður tengdasonur Íslands en hann er giftur Kristínu Hannesdóttur arkitekt. Saman reka þau arkitektastofuna Groves-Raines Architects, ásamt syni þeirra Gunnari.

Nicholas Groves-Raines og eiginkona hans, Kristín Hannesdóttir.
Nicholas Groves-Raines og eiginkona hans, Kristín Hannesdóttir.

Fyrirtækið hefur tekið þátt í fjölda endurbótaverkefna í Sutherland á hálandi Skotlands og á Hjaltlandseyjum þar sem þau endurnýta og endurbæta byggingar.

Groves-Raines hefur á síðustu 50 árum unnið að margvíslegum verndunar- og þróunarverkefnum um allt Skotland og hefur sjálfbærni og minnkun kolefnisfótspors verið stór hluti af starfi hans síðustu áratugina.

„Ég hef talað fyrir endurnýtingu bygginga sem þegar eru til síðan ég var á þrítugsaldri, sem virðist ótrúlegt,“ sagði hann í viðtali við Press and Journal. Hann bætti við að honum þætti það mikil synd að rífa hluti niður bara til að rífa þá niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert