141 þingmaður hefur sagst styðja Johnson

Boris Johnson hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2019.
Boris Johnson hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2019. AFP

Atvkvæðagreiðsla í breska þinginu vegna van­traust­stil­lögu á hend­ur for­sæt­is­ráðherr­an­um Bor­is John­son hófst klukkan 17 að íslenskum tíma en þingmenn Íhaldsflokksins kjósa um tillöguna.

Johnson þarf 180 atkvæði íhaldsmanna til að fella tillöguna en 141 þingmaður innan flokksins hefur sagst styðja Johnson. Alls sitja 359 íhaldsmenn á þinginu.

Ef vantrauststillagan verður samþykkt, þarf Johnson að víkja úr embætti og getur ekki gegnt embætti formanns Íhaldsflokksins.

Tillagan var sett fram af 54 þingmönnum Íhaldsflokksins í kjöl­far hneykslis­mála í tengsl­um við veislu­höld í Down­ingstræti á meðan strang­ar sótt­varn­a­regl­ur voru í gangi vegna kór­ónu­veirunn­ar. 

BBC greinir frá því að flestir ráðherrar ríkisstjórnar Johnsons hafi lýst yfir stuðningi við forsætisráðherrann.

Theresa May, forveri Johnsons í embætti forsætisráðherra, stóð af sér vantrauststillögu í lok árs 2018. Sú tillaga var lögð fram vegna óánægju með samning hennar um Brexit.

Atkvæðagreiðslunni í dag lýkur klukkan 19 og búast má við niðurstöðum klukkustund síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert