Fleiri en 100 atkvæði yrðu slæmar fréttir

Atkvæðagreiðslunni í þinghúsinu lauk fyrir rúmum hálftíma síðan.
Atkvæðagreiðslunni í þinghúsinu lauk fyrir rúmum hálftíma síðan. AFP

David Gauke, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, telur að ef fleiri en 100 þingmenn Íhaldsflokksins samþykkja vantrauststillögu á hendur forsætisráðherranum, muni Johnson eiga erfitt uppdráttar.

Í viðtali við BBC segist Gauke búast við að aðeins fleiri en 100 þingmenn muni samþykkja tillöguna en kosningum lauk klukkan 19 að íslenskum tíma. Niðurstöðu má vænta rétt eftir klukkan 20.

Einfaldan meirihluta þarf til þess að fella Johnson, eða 180 þingmenn, að því gefnu að þátttaka verði hundrað prósent og enginn sitji hjá. 

Gauke vísaði til vantrauststillögu á hendur Th­eresu May, for­vera John­sons í embætti for­sæt­is­ráðherra, í lok árs 2018, sem hún stóð af sér.

133 kusu með tillögunni en hún sagði af sér sex mánuðum síðar. Tók þá Johnson við embættinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert