Sagði niðurstöðuna vera „afgerandi“

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Boris Johnsson, forsætisráðherra Bretlands, sagði niðurstöðu vantrauststillögu íhaldsmanna vera góða en 148 þingmenn kusu með tillögunni í kvöld.

Í viðtali við BBC sagði hann niðurstöðuna vera „afgerandi“ og að nú geti ríkisstjórnin einbeitt sér að vinnu sem skipti máli. 

„Ég er þakklátur samstarfsmönnum mínum og þeim stuðningi sem þeir hafa sýnt mér.“

Johnson sagðist ekki hafa áhuga á að efna til þingkosninga fyrr en áætlað er, þrátt fyrir að 41% íhaldsmanna styðji ekki formann flokks þeirra.

Johnson hnussaði þegar blaðamaður sagði að hann væri í verri stöðu en Th­eresa May, for­veri John­sons í embætti for­sæt­is­ráðherra, sem stóð af sér van­traust­stil­lögu í lok árs 2018. Þá kusu 133 með til­lög­unni en hún sagði af sér sex mánuðum síðar.

mbl.is