Vantrauststillaga á hendur Johnson felld

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

Þingmenn breska Íhaldsflokksins felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson forsætisráðherra rétt í þessu. 

Graham Brady, formaður 1922-nefndar breska Íhaldsflokksins tilkynnti að tillagan hefði verið felld með 211 atkvæðum gegn 148.

BBC greinir frá því að 41,2% íhaldsmanna hafi greitt atkvæði gegn Johnson en ekki er hægt að kalla fram aðra atkvæðagreiðslu um vanhæfi hans innan Íhaldsflokksins.

Ein­fald­an meiri­hluta þurfti til þess að fella John­son, eða 180 þing­menn. Því vantaði 32 atkvæði til þess að Johnson yrði vikið úr embætti.

Til­lag­an var sett fram af 54 þing­mönn­um Íhalds­flokks­ins í kjöl­far hneyksl­is­mála í tengsl­um við veislu­höld í Down­ingstræti á meðan strang­ar sótt­varn­a­regl­ur voru í gangi vegna kór­ónu­veirunn­ar. 

Th­eresa May, for­veri John­sons í embætti for­sæt­is­ráðherra, stóð af sér van­traust­stil­lögu í lok árs 2018. 

133 kusu með til­lög­unni en hún sagði af sér sex mánuðum síðar. Tók þá John­son við embætt­inu.

mbl.is