Geta nú skilið við „Partygate“

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, á fundi í dag með ríkisstjórn …
Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, á fundi í dag með ríkisstjórn sinni í Downing stræti tíu í London í Englandi. AFP/Leon Neal

„Takk allir fyrir ykkar góðu störf í gær. Dagurinn var mjög mikilvægur því við getum nú skilið við umræðuna sem andstæðingar okkar vilja tala um,“ sagði Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, við hóp ráðherra sinna í dag.

Ekki eru allir sammála þessum orðum forsætisráðherrans sem sumir vilja meina að umboð hans til að stjórna landinu standi höllum fæti.

Vantrauststillaga gegn Johnson var felld í gær en 148 atkvæði voru greidd með tillögunni en 211 gegn henni. Hann segir niðurstöðuna vera „afgerandi“.

Til­lag­an var sett fram af 54 þing­mönn­um Íhalds­flokks­ins í kjöl­far hneyksl­is­mála í tengsl­um við veislu­höld í Down­ingstræti á meðan strang­ar sótt­varn­a­regl­ur voru í gangi vegna kór­ónu­veirunn­ar. Málið er gjarnan nefnt „Partygate“ í Bretlandi.

Boris Johnsson lofar tryggð ríkisstjórnar sinnar og heitir að halda ótrauður áfram vinnu sinni.

mbl.is