2.000 þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda

Skógareldur í suður Spáni.
Skógareldur í suður Spáni. Ljósmynd/Devdiscourse

Um 2.000 manns neyddust til að yfirgefa heimili sín í gærnótt vegna skógarelds sem braust út í suðurhluta Spánar á Sierra Bermeja-svæðinu en svæðið var illa leikið af skógareldum, síðast fyrir aðeins níu mánuðum síðan.

Eldurinn átti upptök sín seinnipartinn í gær í fjöllum á svæðinu. Hitabylgja er á svæðinu en búist er við því að hitinn fari yfir 40 gráður á næstu dögum.

Þegar hafa þrír slökkviliðsmenn slasast við það að reyna hemja eldinn. Það hefur reynst erfitt fyrir slökkviliðsmenn og sjálfboðaliða að ráða bug á eldinum. 

Hátt í þúsund manns hafa verið fengin til að hjálpa við að berjast við eldinn og að tryggja öryggi á Sierra Bermeja-svæðinu í suður Andalúsíu á Spáni. Sterkur vindur og lélegt skyggni veldur mestum erfiðleikum við að slökkva eldinn.

mbl.is