„Kína mun ekki hika við að heyja stríð vegna Taívan“

Varnamálaráðherra Kína Wei Fenghe.
Varnamálaráðherra Kína Wei Fenghe. AFP

Varnarmálaráðherra Kína, Wei Fenghe, varaði við því í dag að Kína muni ekki hika við að hefja stríð ef Taívan lýsir yfir sjálfstæði sínu.

Hann sagði þetta á fyrsta fundimeð varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, á öryggisráðstefnu í Singapúr.

Stjórnvöld í Kína líta á Taívan sem sitt yfirráðasvæði og hafa þau lengi ætlað sér að ná völdum yfir eyjunni. Spenna á milli Kína og Taívan hefur sjaldan verið meiri og undanfarnar vikur í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu.

Fenghe sagði við Austin á fundinum: „Ef einhver dirfist að slíta Taívan frá Kína mun Kína ekki hika við að heyja stríð vegna Taívan sama hvað það kostar.“ 

Austin biðlaði þá til Kína að valda ekki óstöðugleika í Taívan og sagði að friður og öryggi í Taívan væri mjög mikilvægt. 

Spenna á milli Taívan og Kína veldur miklum áhyggjum víðs vegar en forsætisráðherra Japans Fumio Kishida gaf út yfirlýsingu á ráðstefnunni þar sem hann sagði: „Úkraína í dag gæti orðið Austur-Asía á morgun“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert