Leita líkamsleifa í regnskóginum

Dom Phillips og Bruno Pereira hurfu sporlaust á sunnudag. Lögreglan …
Dom Phillips og Bruno Pereira hurfu sporlaust á sunnudag. Lögreglan hefur hafið leit í afskekktum hluta skógarins. AFP

Brasilíska lörgeglan leitar nú í afskekktum hluta regnskógarins Amazon í tengslum við hvarf bresks blaðamanns og brasilísks frumbyggjafræðings.

Réttarmeinarfræðingar hafa rekist á stað þar sem eitthvað „kann að hafa verið grafið“ og kanna einnig hvort líkamsleifar leynist í þessum afskekkta hluta skógarins. Hefur mannanna beggja verið saknað síðan á sunnudaginn.

Blóðblettur á bát hins grunaða

Dom Philips, 57 ára blaðamaður hjá The Guardian og Bruno Pereira, sérfræðingur í frumbyggjafræðum, voru í bátsferð í Javari-dal. Um er að ræða svæði þar sem nokkuð er um ólöglega starfsemi á borð við skógarhögg, veiði og vímuefnasmygl.

Lögreglan hefur handtekið 41 árs mann sem grunaður er um aðild að málinu, Amarildo da Costa de Oliveira, en vitni segjast hafa séð hann nálgast mennina við ána þar sem þeir sigldu. Þá fannst blóðblettur á bát hans sem hefur verið sendur til greiningar í Manaus, höfuðborg Amazonas-ríkis.

Þá hefur lögreglan sagst hafa fundið líkamsleifar en óljóst er hvort þær hafi fundist í Amazon-skógi, þar sem leit fer fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert