Úkraína nú algjörlega háð vestrænum vopnum

Úkraínskur hermaður skoðar NLAW (Next Generation Light Anti-Armour Weapon) sem …
Úkraínskur hermaður skoðar NLAW (Next Generation Light Anti-Armour Weapon) sem meðal annars er notað gegn brynvörðum ökutækjum. AFP/SERGEY BOBOK

Öll hergögn Úkraínu sem komu frá Rússlandi eða Sovétríkjunum hafa nú klárast. Landið er algjörlega háð aðstoðar vesturlanda, samkvæmt talsmanni bandaríska hersins.

Úkraína hefur reitt sig á hergögn framleidd í Rússlandi eða í Sovétríkjunum en nú eftir þrjá mánuði af ásásum Rússa eru þau fullnýtt eða ónýt.

Nú þurfa hermenn Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta eingöngu að reiða sig á sömu vopn og ríki Atlantshafsbandalagsins nota.

Ein herdeild fær að læra í einu

Snemma í stríðinu fóru bandamenn Úkraínu að senda þeim hergögn, en var þá aðallega um að ræða sambærilega tækni og var þá þegar notuð í landinu.

Vandamálið við notkun vestrænna vopna í landinu er að hermenn í Úkraínu þurfa að læra upp á nýtt að nota þau.

Dæmi um þetta er að aðeins ein herdeild í einu fær að læra á Himars-flugskeytakerfið sem skýtur langdrægum flugskeytum en til stendur að setja upp fjögur slík í Úkraínu.

mbl.is