Með Covid í annað sinn á fimm mánuðum

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AFP

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur greinst með Covid-19 í annað sinn á fimm mánuðum. 

Frá þessu greinir Trudeau sjálfur á Twitter og segir líðan sína góða en hann sé í sjálfskipaðri einangrun.

„Ég hef greinst jákvæður fyrir Covid-19. Ég mun fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og einangra mig. Mér líður ágætlega, en það er vegna þess að ég er bólusettur. Þannig að ef þú ert það ekki, nældu þér þá í bólusetningu – og ef þú getur, nældu þér í örvunarskammt. Verndum heilbrigðiskerfið, hvert annað og okkur sjálf,“ segir í tísti forsætisráðherrans. 

Trudeau, sem fengið hefur þrjá skammta af bóluefni við Covid-19, greindist einnig með veiruna síðla í janúar.

mbl.is