Rússar takmarka útflutning á gasi til Þýskalands

Gazprom tilkynnti í gær 40% minni útflutning á gasi í …
Gazprom tilkynnti í gær 40% minni útflutning á gasi í gegnum Nord Stream gasleiðsluna til Þýskalands. Nú hefur fyrirtækið tilkynnt frekari skerðingu um 33%. AFP/John MACDOUGALL

Rússneski orkurisinn Gazprom hyggst draga saman útflutning á jarðgasi í gegnum Nord Stream-gasleiðsluna um 33 prósent til viðbótar, eða niður í 67 milljónir rúmmetra á dag. Leiðslan flytur gas frá Rússlandi til Þýskalands í gegnum Eystrasalt.

Í gær tilkynnti fyrirtækið að það myndi draga úr gasflutningi í gegnum leiðsluna um 40% niður í 100 milljónir kúbikmetra vegna viðgerða á þjöppunarbúnaði hjá þýska fyrirtækinu Siemens.

Lönd innan Evrópusambandsins hafa mörg hver dregið saman eða hætt innflutningi á jarðgasi frá Rússlandi eftir innrásina í Úkraínu en Þýskaland er enn háð jarðgasi frá Rússum.

Ákvörðun Gazprom sé pólitísk

Robert Habeck, fjármálaráðherra Þýskalands, hefur lýst ákvörðun Gazprom sem pólitískri, en ekki tæknilegs eðlis.

Hann segir að Þýskaland viti af því að laga þurfi gasleiðsluna en vinna sem kalli á minni flutning á gasi hefjist ekki fyrr en í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert