Macchiarini hlaut skilorðsbundinn dóm

Macchiarini árið 2011.
Macchiarini árið 2011. AFP

Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchi­ar­ini, sem græddi plast­barka í sjúk­linga á Karólínska sjúkra­hús­inu í Stokk­hólmi, var í morgun sakfelldur í einum af þremur ákæruliðum í tengslum við aðgerðirnar.

Hlaut Macchiarini skilorðsbundinn dóm en saksóknarar höfðu farið fram á fimm ára fangelsi.

Greint er frá niðurstöðunni á vef sænska ríkisútvarpsins.

Macchi­ar­ini var ákærður fyr­ir gróft of­beldi gegn þrem­ur sjúk­ling­um sem hann græddi plast­barka í á ár­un­um 2011 og 2012.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að hægt væri að verja tvær af þremur aðgerðum. Sú þriðja hafi hins vegar ekki verið framkvæmd í samræmi við sannreyndar aðferðir og vísindi.

Lét­ust all­ir sjúk­ling­arn­ir, en að minnsta kosti einn þeirra var ekki tal­inn í lífs­hættu áður en aðgerðin var fram­kvæmd. Þessi þrjú til­felli áttu sér stað í Svíþjóð en utan Svíþjóðar fram­kvæmdi Macchi­ar­ini fimm sam­bæri­leg­ar aðgerðir og eru þeir sjúk­ling­ar einnig látn­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert